9.6.2009 | 00:32
Flyt aftur heim árið 2025
Ég ætla ekki að borga skuldir óreiðumanna, Íslendingar sem vilja ekki borga skuldir annarra hafa bara tvo möguleika.
- Flytja úr landi
- Hætta að vinna
Ég vill vinna, ég byrjaði að vinna 12 ára, vann alla tíð með skóla, hef stofnað tvö sprotafyrirtæki sem bæði eru rekin með hagnaði og starfað hjá þremur sprota/útflutnings fyrirtækjum þess utan.
Ég hef aldrei átt bíl, engin börn, tók ekki námslán, fæ engar húsleigubætur né heldur vaxtabætur og þegar ég hef slasað mig hefur þjónustan ekki verið til fyrirmyndar.
Fyrir hrun tók ríkið c.a. 60% af kaupmætti mínum (tekjuskattur + vaskur + vörugjöld), fyrir það fékk ég sáralítið en var ánægður með að leggja mitt að marki í velferðarþjóðfélagi.
Nú er verið að hækka skattana, minnka þjónustuna, krónan orðin verðlaus en það skiptir ekki öllu því að krónan er bundin höftum og gjaldeyrir skammtaður af ríkinu.
Ég er ekki lengur stoltur af því að vera Íslendingur, Alþingi hyggst skuldsetja þjóðina upp fyrir haus og nota skattfé komandi kynslóða í vexti, þess utan á unga fólkið að bera allar byrðarnar því að "innistæðutryggingar" og verðtrygging sjá um að eldri kynslóðin búi við sömu lífskilyrði og fyrir hrun.
Ég hvet skynsama Íslendinga til að huga að því að koma sér úr landi, þá sérstaklega yngra fólk sem vill tryggja fjárhagslegt sjálfstæði sitt í komandi framtíð.
Ef ástandið á Íslandi skánar í framtíðinni þá er alltaf hægt að koma aftur, með gjaldeyri í vasanum verður líklegast leikur fyrir okkur að staðgreiða fasteignir og annað slíkt.
Fyrst eldri kynslóðir vilja eiga verðtryggðar krónur mæli ég með að við leyfum þeim það, ef það verður ekkert vinnufært fólk eftir til að kaupa af vörur og þjónustu þá skiptir ekki máli hversu verðtryggðar haftakrónurnar eru.
Ég fer utan í haust, sjáumst kannski 2025
Jarl
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jarl
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.